MSc í klínískri sálfræði og hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili Sálfræðimeðferð fyrir fullorðna (18 ára og eldri). Býður eingöngu upp á fjarviðtöl eins og stendur en verður með staðarviðtöl í júlí og ágúst í Reykjavík.
Hefur hlotið EMDR hæfnivottun og þjálfun í partavinnu, flóknum áföllum og hugrofi.
Guðrún heldur úti Facebooksíðu og Instagram reikningi þar sem finna má ýmislegt áhugavert.
Guðrún Soffía hefur starfað sem sálfræðingur frá 2016. Hún hefur að mestu starfað á meðal fullorðinna en starfaði auk þess um tíma sem skólasálfræðingur og í meðferðarvinnu með börn.
Frá því 2018 hefur Guðrún verið að sérhæfa sig í áfallamálum og starfaði á EMDR stofunni frá 2018 til 2022. Hún starfaði svo fyrir “Mín líðan” í rúmt ár þar sem hún bauð upp á fjarviðtöl. Hún færði sig svo um set 2023 og býður nú upp á eigin sálfræðiþjónustu sem að mestu leyti er fjarþjónusta sem fer fram í gegnum fjarfundarbúnað á Kara connect. Hún býður einnig reglulega upp á staðarviðtöl hjá Hugarsetri.
Hún býður upp á sálfræðiþjónustu fyrir fullorðna og notar helst EMDR áfallameðferð og HAM (hugræna atferlismeðferð) ásamt því að styðjast við núvitund og partavinnu.
Guðrún hefur sérhæft sig í áfallamálum en hún er hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili og hefur töluverða reynslu af áfallamiðaðri nálgun. Hún leggur áherslu á að kenna skjólstæðingum sínum aðferðir til að ná stjórn á áfallastreitueinkennum og erfiðum tilfinningum. Hún hefur hlotið þjálfun í að vinna með hugrofseinkenni og notar partavinnu mikið því tengt og til að byggja upp heilli sjálfsmynd og aukinn innri stöðugleika.
Guðrún hefur reynslu af því að styðja við þá sem glíma við ófrjósemi og eru að fara í gegnum ófrjósemismeðferð og hefur einnig unnið töluvert með missi á meðgöngu.
Hún hefur einnig unnið töluvert með fólk með kulnunar- eða örmögnunareinkenni og fólk sem er á krossgötum og vill endurskoða líf sitt. Guðrún Soffía hefur auk þess mikinn áhuga á að styðja við fólk sem vill vinna með náin tengsl á fullorðinsaldri (óörugg geðtengsl) og meðvirkni.
Helstu sérsvið
Áföll
þunglyndi
Kvíði
Kulnun
Streita
Sjálfsmynd
Fósturmissir/missir á meðgöngu
Ófrjósemismál
Meðferðarform
EMDR áfallameðferð
HAM
Núvitund
Guðrún hefur sinnt endurmenntun samfara starfi sínu og m.a. setið eftirfarandi vinnustofur og námskeið
- Intensive Trauma Focused Therapy (2021), 29,5 klst. Leiðbeinandi: Ricky Greenwald PsyD.
- Healing the Fragmented Selves of Trauma Survivors: Trauma-Informed Stabilization Treatment (TIST) (2021), 22 klst. Leiðbeinandi: Janina Fisher, Ph.D.
- Utilization of EMDR with Grief and Mourning (2020), 14 klst. Leiðbeinandi: Roger Solomon.
- Art of EMDR (2019), 21 klst.
- Theory of Structural Disssociation: EMDR treatment of Complex Trauma (2019), 7 klst. Leiðbeinandi: Roger Solomon, Ph.D.
- Advancing Excellence in Treating Complex Trauma (2019), 7 klst. Leiðbeinandi: Kathleen M. Martin, LCSW instructor.
- Unnið með parta. Námskeið í að auka stöðugleika og auðvelda úrvinnslu hjá einstaklingum með mikla áfallasögu (2018), 7 klst. Leiðbeinandi: Dr. Gyða
Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur. - Hæfnivottaður EMDR meðferðaraðili frá 2021 samkvæmt hæfniviðmiðum EMDR Europe.
- EMDR level 2, námskeið í áfallameðferð (2018), 20 klst. Leiðbeinandi: Roger Solomon, Ph.D.
- EMDR level 1, námskeið í áfallameðferð (2017), 20 klst. Leiðbeinandi: Roger Solomon, Ph.D.
- Áráttu- og þráhyggjuröskun, Sálfræðingarnir Lynghálsi (2018), 10 klst.
- Siðareglunámskeið Sálfræðingafélagsins (2017), 10 klst.
- Þjálfunarnámskeið um ADIS kvíðagreiningarviðtal fyrir börn, Þroska- og hegðunarstöð (2017), 10 klst.
- Mat á sjálfsvígshættu, Sjúkrahúsið Telemark (2014), 4 klst.
- Sjálfsvíg og forvarnir, Sjúkrahúsið Telemark (2013), 6 klst.
- Persónuleikaraskanir, Sjúkrahúsið Telemark (2013), 11 klst.
- HAM „case formulation“, Endurmenntun HÍ (2013), 21 klst.
Rannsóknir
- Tíðni félagsfælni á meðal framhaldsskólanema, Háskóli Íslands.
- Prior pregnancy loss: mental health during and after subsequent pregnancies, Háskólinn í Reykjavík.