Þuríður Pétursdóttir

Cand. Psych sálfræðingur
Sálfræðimeðferð fyrir börn, ungmenni og fullorðna

Þuríður Pétursdóttir er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði með sérhæfingu í fötlunarsálfræði, bæði í Noregi og á Íslandi. Hún hefur auk þess lokið grunnnámi í EMDR level 1 og 2, ART námskeiði, COS-parenting (Circle of Security), Level 1 og 2 í CPS (Collaborative problem solving), og er handleiðari í FIT (Feedback informerte tjenester). Auk þess hefur hún setið ýmis námskeið í hugrænni atferlismeðferð og öðru sem tengist sálfræðimeðferð og greiningum.

Þuríður hefur víðtæka reynslu af greiningum á þroskafrávikum og greiningum og meðferð við sálfræðilegum vanda bæði hjá börnum og fullorðnum. Á Íslandi hefur hún m.a. unnið á Ráðgjafar-og greiningarstöð, skólaskrifstofu, sem ráðgefandi sálfræðingur í leikskólum og sjálfstætt starfandi sálfræðingur á eigin sálfræðistofu. Í Noregi hefur hún unnið á göngudeild og bráðadeild fyrir fullorðna með geðraskanir, í barnavernd og sem sálfræðingur hjá sveitarfélögum (á norsku kommunepsykolog). Þuríður hefur í gegnum tíðina haldið fjölmörg námskeið um þroska og uppeldi barna, einkum skapmikilla barna. Hin síðari ár hefur Þuríður einbeitt sér að samtalsmeðferð fyrir fullorðna, einkum konum með kulnun og/eða ADHD.

Helstu sérsvið

Kulnun og streita

Konur með ADHD

Almenn ráðgjöf fyrir foreldra 

Öll almenn sálfræðimeðferð

Meðferðarform

EMDR

COS

Hugræn atferlismeðferð